Auðunn Sólberg Valsson

Nú ætlum við í Sansa að fá gestakokk einu sinni í mánuði til að setja upp matseðil. Það vill svo skemmtilega til að einmitt í þessari viku mun fyrsti gestakokkur okkar búa til matseðilinn og þar er engin aukvisi á ferð!

Reynslubolti í faginu

Hann hefur verið yfirmatreiðslumeistari á Café Ópera, Einari Ben, Horninu, Astro, Hótel Selfossi, Hótel Stykkishólmi, Hótel Nordica, 1912, verið landsliðsþjálfari matreiðslunema og vaktstjóri á Grillinu. Hann var matreiðslunemi fyrir tæpum 35 árum á Veitingarhúsinu Stillholti og við þurfum að setja rúsínu í þennan pulsuenda eða pylsuenda, Sansarinn sjálfur byrjaði að læra matreiðslu hjá honum á Hótel Selfossi fyrir frekar mörgum árum (hér er óþarfi að nefna tölur).

Auðunn Sólberg Valson – Gestakokkur Sansa

Auðunn Sólberg Valsson og fjölskylda.

Síðast en ekki síst er Auðunn Sólberg ríkulega búinn með stórfjöslkyldu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á myndinni er auk hans, Guðni Valur Auðunsson 18 ára, konan hans Brynja Guðnadóttir, Barnabarnið Rökkvi Sólberg Jökulsson 8 ára, Óliver Tumi Auðunsson 12 ára og Salka Margrét Auðunsdóttiur 15 ára. Elsti sonurinn, Jökull Sólberg Auðunsson býr erlendis.

Smelltu hér og pantaðu matinn fyrir næstu viku.