ATH – Breyttur afhendingardagur

Sansa kappkostar við að þjónusta viðskiptavini sína sem best og bjóða þeim upp á hágæða hráefni. Það er því þess vegna sem að við tilkynnum að nú er breyttur afhendingardagur. Færist afhendingardagurinn frá mánudögum fram á þriðjudaga hér eftir.

Þar með fáum við glænýjan fisk, kjöt ,kjúkling og grænmeti og frá okkar birgjum og pökkum því fyrir ykkur samdægurs. Þú getur alltaf treyst á ferskleikann hjá Sansa, frábær þjónusta sem fáir geta toppað.

Hráefnið okkar kemur frá:

  • Norðanfisk
  • Kjarnafæði
  • Holta
  • Innnes
  • JGR
Minn matseðill / Vefverslun Sansarans

AFHENDING ALLA DAGA frá klukkan 12:00 til 20:00
Opið fyrir pantanir frá 07.00 til 23:59,alla daga

.Frá því að þú pantar líða að hámarki 48 tímar þangað til að við komum með vöruna , snertilaust til þín.

Þú getur valið einn rétt eða fleiri rétti, lágmarkið er þó 5000,kr svo að við getum Sansað þetta fyrir þig. 

Við hjá Sansa bjóðum alltaf upp á 5 aðalrétti ( fiskur, kjúklingur, kjöt, keto og vegan ) í hverri viku. Ásamt því geturu pantað úrvals hráefni og sett saman þinn eiginn meistara rétt að hætti Sansarans.  

Ef þú villt að við græjum önnur innkaup fyrir þig en er í boði á vefverslun sendu þá okkur skilaboð og við gerum tilboð í þín innkaup. Ef þú samþykkir og greiðir komu við með þau snertilaust til þín. 

Allt okkar hráefni er ferskt og sækjum við það til okkar byrgja á hverjum degi.

Ítalskt þema

Mama mia, pizza pasta fiskur og olía. Þetta gerist vart betra á bragðið. Þennan mánuðinn verðum við með ítalskt þema og tökum ykkur í ferðalag um Ítalíu.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Kæru Sansarar nær og fjær, það er komið að gestakokkaviku og nú ætlum við að bjóða ykkur að elda eins og landsliðskona í körfubolta.

(meira…)

Auðunn Sólberg Valsson

Nú ætlum við í Sansa að fá gestakokk einu sinni í mánuði til að setja upp matseðil. Það vill svo skemmtilega til að einmitt í þessari viku mun fyrsti gestakokkur okkar búa til matseðilinn og þar er engin aukvisi á ferð! (meira…)

Hafa samband

Fyrirtækið

Sansa var stofnað í júní mánuði 2017, þann 3. október þetta sama ár afhentum við fyrstu matarpakkana á Akranesi, Hvanneyri og í Borgarnesi.  Nafnið á fyrirtækinu varð til uppúr orðatiltækinu að “sansa” sem skagamenn hafa notað í marga áratugi og merkir að koma eitthverju í verk, eða að sansa hlutina. Það kom því ekkert annað til greina en að slagorðið okkar yrði: ,,Við sönsum – Þú eldar”!

Svo við útskýrum nú aðeins hugmyndin á bakvið fyrirtækið. Okkur langar að gefa fólki færi á meiri frítíma, gómsæta kvöldmáltíð alla daga vikunnar og fjöldann allann af hugmyndum um hvað hægt er að elda á auðveldan máta. Það eina sem viðskiptavinir okkar þurfa að gera til þess að tryggja sér matarpakka er að fara inn á www.sansa.is, panta það sem þeim hentar og vörunni verður keyrt heim að dyrum að hámarki 48 tímum seinna.

 En ástæðan fyrir því að við gefum okkur 48 tíma til að koma vörunum til skila er sú að þá getum við boðið ykkur upp á glænýja framleiðslu af hráefni og við liggjum ekki með lager af eldra hráefni. Sækjum daglega til okkar byrgja. 

Við hjá Sansa bjóðumst líka til að gera öll matarkaupin fyrir þig, þú sendir okkur skilaboð eða mynda af innkaupalista þínum og við gefum þér tilboð í hann eins fljótt og hægt er og eftir að þú samþyggir tilboðið og greiðir þá komum við vörunum til þín á næstu 12 tímum. 

Afhendingastaðir:

  • Akranes 
  • Borgarnes 
  • Hvanneyri
  • Kjalarnes
  • Gerum tilboð í aðra afhendingarstaði

Þess má geta að Sansa reynir eftir fremsta megni að vera á grænni grein. Viðskiptavinur fær hæfilegt magn af mat hverju sinni, þannig má koma í veg fyrir matarsóun.

Matnum er pakkað inn í maíssterkjubox og komum við matnum til viðskiptavina í nánast eingöngu pappaumbúðum.

Í sumum tilfellum þarf að nota plastpoka til að verja hráefnin frá súrefni, en það er gert til að tryggja þér hámarks gæði.


Við vitum að það má alltaf gera betur og leggjum okkur fram við að finna leiðir til að hugsa vel um umhverfið og minnka matarsóun.

Skilmálar og skilyrði

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan

Sansa Veitingar ehf.
Smiðjuvellir 17
300 Akranes

GSM: 863 5793

Sansa Veitingar ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar pantanir eru afgreiddar innan 48 klukkutíma eftir að greiðsla berst. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Vörur þeim skutlað heim gegn vægu gjaldi af starfsfólki Sansa ehf nema að um annað sé sérstaklega samið.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneigninarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy
All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands (ef fyrirtækið er með lögheimili á Akranesi) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *