Fyrirtækið

Sansa var stofnað í júní mánuði 2017, þann 3. október þetta sama ár afhentum við fyrstu matarpakkana á Akranesi, Hvanneyri og í Borgarnesi.  Nafnið á fyrirtækinu varð til uppúr orðatiltækinu að “sansa” sem skagamenn hafa notað í marga áratugi og merkir að koma eitthverju í verk, eða að sansa hlutina. Það kom því ekkert annað til greina en að slagorðið okkar yrði: ,,Við sönsum – Þú eldar”!

Svo við útskýrum nú aðeins hugmyndin á bakvið fyrirtækið. Okkur langar að gefa fólki færi á meiri frítíma, gómsæta kvöldmáltíð alla daga vikunnar og fjöldann allann af hugmyndum um hvað hægt er að elda á auðveldan máta. Það eina sem viðskiptavinir okkar þurfa að gera til þess að tryggja sér matarpakka er að fara inn á www.sansa.is, panta það sem þeim hentar og vörunni verður keyrt heim að dyrum að hámarki 48 tímum seinna.

 En ástæðan fyrir því að við gefum okkur 48 tíma til að koma vörunum til skila er sú að þá getum við boðið ykkur upp á glænýja framleiðslu af hráefni og við liggjum ekki með lager af eldra hráefni. Sækjum daglega til okkar byrgja. 

Við hjá Sansa bjóðumst líka til að gera öll matarkaupin fyrir þig, þú sendir okkur skilaboð eða mynda af innkaupalista þínum og við gefum þér tilboð í hann eins fljótt og hægt er og eftir að þú samþyggir tilboðið og greiðir þá komum við vörunum til þín á næstu 12 tímum. 

Afhendingastaðir:

  • Akranes 
  • Borgarnes 
  • Hvanneyri
  • Kjalarnes
  • Gerum tilboð í aðra afhendingarstaði

Þess má geta að Sansa reynir eftir fremsta megni að vera á grænni grein. Viðskiptavinur fær hæfilegt magn af mat hverju sinni, þannig má koma í veg fyrir matarsóun.

Matnum er pakkað inn í maíssterkjubox og komum við matnum til viðskiptavina í nánast eingöngu pappaumbúðum.

Í sumum tilfellum þarf að nota plastpoka til að verja hráefnin frá súrefni, en það er gert til að tryggja þér hámarks gæði.


Við vitum að það má alltaf gera betur og leggjum okkur fram við að finna leiðir til að hugsa vel um umhverfið og minnka matarsóun.