Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gestakokkur Sansa í viku 18 2018

Kæru Sansarar nær og fjær, það er komið að gestakokkaviku og nú ætlum við að bjóða ykkur að elda eins og landsliðskona í körfubolta.

Hún hefur orðið íslandsmeistari með Haukum, bikarmeistari með Haukum og KR, á að baki 52 A-landsliðsleiki fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður í Frakklandi og Svíþjóð. Það getur því ekki verið neitt nema gott og hollt að borða kvöldmat eins og körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir frá Borgarnesi.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í körfuboltaleik.

Sigrún er nú komin aftur heim í Borgarnes og spilar með uppeldisfélagi sínu Skallagrími. Hún á stóran þátt í flottum árangri þeirra undanfarin ár og er Skallagrímsliðið einn af toppklúbbunum í kvennakörfunni.

Þeir sem vilja fjölbreyttan heimilsmat sem gefur góða orku, ættu því að fara núna inn á www.sansa.is og panta réttina hennar Sigrúnar Ámunda ekki seinna en núna.